KONRÁÐ Sigurðsson, læknir, er látinn á 73. aldursári. Konráð var fæddur 13. júní 1931. Foreldrar hans voru Rósa Tryggvadóttir húsfreyja í Reykjavík og Sigurður Jónsson skólastjóri Miðbæjarskólans. Konráð gekk í MR og lauk þaðan stúdentsprófi 1952.

KONRÁÐ Sigurðsson, læknir, er látinn á 73. aldursári. Konráð var fæddur 13. júní 1931. Foreldrar hans voru Rósa Tryggvadóttir húsfreyja í Reykjavík og Sigurður Jónsson skólastjóri Miðbæjarskólans.

Konráð gekk í MR og lauk þaðan stúdentsprófi 1952. Læknaprófið tók hann frá HÍ 1963 og fékk almennt lækningaleyfi 1966. Hann starfaði í héraði víðs vegar um land, m.a. Kópaskers- og Raufarhafnarhéraði, Hólmavíkur- og Djúpuvíkurhéruðum en lengst af þjónaði hann Laugaráshéraði, fyrst einsamall, en á þeim tíma var Búrfellsvirkjun byggð en síðan við annan mann frá 1973. Konráð vann einnig á spítölum bæjarins en gerðist yfirlæknir á Heilsugæslustöð Seltjarnarness frá 1982-3. Hann var sjálfstætt starfandi heimilislæknir frá 1983 og s.l. 14 ár var hann með stofu sína í Uppsölum, Kringlunni.

Konráð var þríkvæntur og eignaðist 10 börn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, 9 börn og 18 barnabörn.