FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Árni Magnússon, hefur skipað Ásmund Stefánsson, framkvæmdastjóra Framtaks fjárfestingarbanka, og fyrrverandi forseta ASÍ, í embætti ríkissáttasemjara. Þórir Einarsson, núverandi ríkissáttasemjari, lætur af störfum 1.

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Árni Magnússon, hefur skipað Ásmund Stefánsson, framkvæmdastjóra Framtaks fjárfestingarbanka, og fyrrverandi forseta ASÍ, í embætti ríkissáttasemjara. Þórir Einarsson, núverandi ríkissáttasemjari, lætur af störfum 1. nóvember vegna aldurs. Embættið er veitt til fimm ára.

Ásmundur segist ekki taka undir þá gagnrýni að hann sé of tengdur verkalýðshreyfingunni til að geta verið sáttasemjari: "Ég held að minn bakgrunnur gefi mér mjög sterkar forsendur til að gegna starfinu. Ég hef verið beggja vegna borðsins og þekki það sem gerist við samningaborðið betur en flestir aðrir."