— Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Það sem af er marsmánuði hefur verið óvenju hlýtt í Mýrdalnum. Á Höfðabrekku eru tré að byrja að laufgast, krókusar sprungnir út og greinilega öll tré að lifna.
Það sem af er marsmánuði hefur verið óvenju hlýtt í Mýrdalnum. Á Höfðabrekku eru tré að byrja að laufgast, krókusar sprungnir út og greinilega öll tré að lifna. Að sögn Sólveigar Sigurðardóttur húsmóður var þetta svipað í fyrravor en síðan gerði mjög slæmt kuldakast í byrjun apríl sem skemmdi töluvert trjágróður. Nú er bara að vona að ekki kólni mjög mikið svo að þetta bráðlæti í náttúrunni komi ekki niður á trjánum. Á myndinni er Sandra Lilja Björgvinsdóttir með græna grein af gljámispli í garðinum á Höfðabrekku.