31. mars 2004 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Guðmundur Bragason leggur skóna á hilluna

Guðmundur Bragason
Guðmundur Bragason
GUÐMUNDUR Bragason miðherji Grindavíkur lék í gær sinn síðasta leik í úrvalsdeild en Guðmundur hefur verið í fremstu röð íslenskra körfuknattleiksmanna undanfarin 22 ár.
GUÐMUNDUR Bragason miðherji Grindavíkur lék í gær sinn síðasta leik í úrvalsdeild en Guðmundur hefur verið í fremstu röð íslenskra körfuknattleiksmanna undanfarin 22 ár. Engin íslenskur leikmaður hefur leikið fleiri A-landsleiki, en Guðmundur á að baki 169 landsleiki og lék síðast með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum á Möltu á s.l. sumar.

Guðmundur lék með Grindavík í efstu deild frá árinu 1987-1996. Hann lék sem atvinnumaður í Hamborg í Þýskalandi á árunum 1997-1998 en sneri til Grindavíkur á ný tímabilið 1998-1999. Haukar úr Hafnarfirði nutu góðs af framlagi Guðmundar 1999-2002 en síðastliðin tvö tímabil hefur hann leikið með Grindavík.

Á ferli sínum skoraði Guðmundur 16,5 stig að meðaltali í leik, en hann skoraði flest stig gegn Snæfelli þann 4. febrúar árið 1992, eða 36 alls. Hann tók 29 fráköst gegn ÍS árið 1988 og er það persónulegt met hjá Guðmundi sem gaf 10 stoðsendingar gegn Hamri fyrr í vetur og setti persónulegt met á því sviði.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.