1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Kólga kom á óvart

HREINDÝRIÐ Kólga kom á óvart þegar hún bar myndarlegum kálfi í Húsdýragarðinum sl. laugardag. Kólga hafði misst hornin fyrr í vetur en hreindýrskýr halda vanalega hornum sínum fram yfir burð til varnar sér og kálfinum.
HREINDÝRIÐ Kólga kom á óvart þegar hún bar myndarlegum kálfi í Húsdýragarðinum sl. laugardag. Kólga hafði misst hornin fyrr í vetur en hreindýrskýr halda vanalega hornum sínum fram yfir burð til varnar sér og kálfinum. Starfsfólk garðsins taldi því ólíklegt að kýrin ætti von á kálfi og þess vegna kom burðurinn skemmtilega á óvart.

Hjálpa þurfti kálfinum í heiminn en bæði honum og móður hans heilsast vel.

Kálfurinn er tarfur en hann er undan Kólgu og Vakari. Vakar fæddist í garðinum árið 2002 en Kólga fæddist á Skriðuklaustri árið 1995.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.