19. ágúst 2004 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Guðmundur Hrafnkelsson með í 400 leikjum

Guðmundur Hrafnkelsson í leiknum gegn Slóveníu.
Guðmundur Hrafnkelsson í leiknum gegn Slóveníu.
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmaður í handknattleik, tekur þátt í sínum 400. leik með íslenska landsliðinu er það mætir Suður-Kóreu á Ólympíuleikunum í Aþenu í fyrramáli - klukkan 6.30 að íslenskum tíma.
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmaður í handknattleik, tekur þátt í sínum 400. leik með íslenska landsliðinu er það mætir Suður-Kóreu á Ólympíuleikunum í Aþenu í fyrramáli - klukkan 6.30 að íslenskum tíma. Guðmundur, sem hefur klæðst landsliðsbúningnum sem leikmaður Breiðabliks, FH, Vals, þýsku liðanna Nordhorn og Kronau/Östringen, ásamt ítalska liðinu Pallamano Conversano, tók þátt í sínum fyrsta leik á Friðarleikunum í Moskvu 1986 er mótherjarnir voru Sovétmenn.

Guðmundur hefur síðan tekið þátt í 392 landsleikjum og sjö leikjum gegn B-landsliðum og úrvalsliðum. Á Friðarleikunum í Moskvu lék Ísland gegn Sovétríkjunum og síðan einnig gegn B-liði Sovétmanna. Guðmundur var einnig með landsliðinu sem lék gegn a- og b-liðum Hollands á móti í Hollandi 1986, síðan í móti í Tékkóslóvakíu, er Tékkar tefldu fram tveimur liðum. Það sama var hjá Spánverjum á móti á Spáni 1991 og þá tefldu Þjóðverjar fram B-liði sínu í leik gegn Íslandi í Þýskalandi 1992.

Þá hefur Guðmundur eitt sinn leikið gegn 1. deildarliði Leipzig og eitt sinn gegn úrvalsliði frá Hvíta-Rússlandi. Þeir sem hafa tekið þátt í flestum leikjum með landsliðinu eru eftirtaldir - fyrst landsleikir, innan sviga leikir gegn hinum ýmsu úrvalsliðum og þá leikir samtals:

392 Guðmundur Hrafnkelss. (7) 399

328 Geir Sveinsson (10) 338

272 Júlíus Jónasson (8) 280

258 Valdimar Grímsson (8) 266

238 Kristján Arason (10) 248

236 Þorgils Óttar Mathies. (10) 246

236 Jakob Sigurðsson (10) 246

234 Patrekur Jóhannesson (2) 236

226 Einar Þorvarðarson (6) 232

226 Guðm. Þ. Guðmundss. (5) 231

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.