ZLATAN Ibrahimovich, leikmaður ítalska liðsins Juventus, gaf sér ekki langan tíma með blaðamönnum eftir leikinn og svaraði stuttlega fyrirspurnum. Ibrahimovich kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik á 57. mínútu en náði sér ekki á strik í þeim tíma.
ZLATAN Ibrahimovich, leikmaður ítalska liðsins Juventus, gaf sér ekki langan tíma með blaðamönnum eftir leikinn og svaraði stuttlega fyrirspurnum. Ibrahimovich kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik á 57. mínútu en náði sér ekki á strik í þeim tíma. Blaðafulltrúi sænska liðsins sagði að Ibrahimovich væri á hraðferð út á Keflavíkurflugvöll þar sem einkaþota á vegum Juventus biði eftir kappanum og færi með hann rakleitt til Tórínó á Ítalíu. Sænska landsliðið gisti hins vegar á hóteli í Reykjavík eftir leikinn enda átti liðið ekki pantað flug fyrr en á fimmtudagsmorgun. Það er því ljóst að Ibrahimovich gerir margt öðruvísi en félagar hans í liðinu en fyrir leikinn hélt hann "einkafund" með útvöldum blaðamönnum sem hann valdi sjálfur.