Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 7. október hófst þriggja kvölda tvímenningur sem nefnist Suðurgarðsmótið. Í mótinu taka 12 pör þátt, og efstu pör fyrsta kvöldið urðu: Vilhjálmur Pálss. - Þórður Sigurðss. +40 Anton Hartmss. - Pétur Hartm.s.

Bridsfélag Selfoss og nágrennis

Fimmtudaginn 7. október hófst þriggja kvölda tvímenningur sem nefnist Suðurgarðsmótið. Í mótinu taka 12 pör þátt, og efstu pör fyrsta kvöldið urðu:

Vilhjálmur Pálss. - Þórður Sigurðss.+40

Anton Hartmss. - Pétur Hartm.s.+21

Ólafur Óskarss. - Guðm. Theodórsson+16

Guðjón Einarsson - Ólafur Steinason +12

Ríkharður Sverriss. - Þröstur Árnas.+10

Nánar má finna um gang mála á heimasíðu félagsins www.bridge.is/fel/selfoss.

Annar hluti mótsins verður spilaður næstkomandi fimmtudag 14. október í Tryggvaskála kl. 19:30.

Akureyringar sigruðu á stórglæsilegu afmælismóti

Helgina 9. - 10. október lauk stórglæsilegu afmælismóti Bridsfélags Akureyrar, með sigri þeirra Frímanns Stefánssonar og Björns Þorlákssonar eftir harða baráttu við Þröst Ingimarsson - Hermann Lárusson og Guðmund Halldórsson - Stefán Jónsson. Mótið hafði verið æsispennandi frá upphafi og óhætt að segja að úrslit hafi ekki ráðist fyrr en á síðasta spilinu. Úrslit efstu manna:

Frímann . - Björn .+344

Þröstur - Hermann +328

Guðmundur - Stefán +313

Við óskum sigurvegurum til hamingju með árangurinn.

Bridsfélag Akureyar þakkar öllum sem komu nálægt undirbúningi mótsins, og þá sérstaklega styrktaraðilunum, sem voru Sparisjóður Norðlendinga, Hótel KEA, Flugfélag Íslands, Greifinn og Akureyrarbær.

Ekki voru þeir félagar Björn og Frímann hættir þó að þeir hefðu unnið afmælismótið, því að þeir héldu áfram að raða inn stigunum í Greifatvímenningnum sem spilaður er núna á þriðjudögum.

Annað kvöldið af þrem varð staðan svona:

Sveinbj. Sigurðss - Magnús Magnúss. 51

Frímann Stefánss. - Björn Þorláksson 50

Sigfús Aðalsteinss. - Sigfús Hreiðarss. 42

Heildarstaðan í Greifatvímenningnum er því þannig:

Frímann Stefánss. - Björn Þorláksson 130

Pétur Ö. Guðjónss. - Tryggvi Ingason 48

Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 45