Ódýrt fyrir vistvæna | Ökutæki knúin vistvænni orku gætu fengið verulegan afslátt af bílastæðagjöldum í Reykjavík ef tillögur fulltrúa R-lista í samgöngunefnd borgarinnar ná fram að ganga.

Ódýrt fyrir vistvæna | Ökutæki knúin vistvænni orku gætu fengið verulegan afslátt af bílastæðagjöldum í Reykjavík ef tillögur fulltrúa R-lista í samgöngunefnd borgarinnar ná fram að ganga. Samkvæmt tillögunni verður framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs falið að skilgreina til hverra hún skuli ná og hvernig sé mögulegt að veita afsláttinn.

Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að auðveldasta leiðin til að veita þennan afslátt sé sennilega að taka upp afsláttarkort fyrir vistvæn ökutæki, svipuð og íbúakort, og þau þyrfti þá að hafa í bílunum til að sýna að þetta sé vistvænt ökutæki. Hann segist sjá fyrir sér að afslátturinn yrði verulegur, en segir að framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs muni væntanlega koma með tillögu um það. Afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta fundar samgöngunefndar.