Allan Borgvardt
Allan Borgvardt
ALLAN Borgvardt skrifar í dag undir nýjan eins árs samning við Íslandsmeistara FH í knattspyrnu. Þar með er ljóst að FH-ingar njóta áfram krafta Dananna sterku því Tommy Nielsen hefur þegar framlengt samning við Hafnarfjarðarliðið.

ALLAN Borgvardt skrifar í dag undir nýjan eins árs samning við Íslandsmeistara FH í knattspyrnu. Þar með er ljóst að FH-ingar njóta áfram krafta Dananna sterku því Tommy Nielsen hefur þegar framlengt samning við Hafnarfjarðarliðið.

Atli Viðar Björnsson gerði nýjan tveggja ára samning við FH-inga í gær og Jón Þorgrímur Stefánsson gerði eins árs samning á dögunum og þar með hafa allir leikmenn meistaranna, sem voru með lausa samninga, skrifað undir hjá FH, að undanskildum Jónasi Grana Garðarssyni. Pétur Ó. Stephensen framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH sagði við Morgunblaðið í gær að Jónas væri í viðræðum við FH um nýjan samning og þá væri orðið ljóst að Ólafur Jóhannesson og Leifur S. Garðarsson yrðu áfram við stjórnvölinn hjá liðinu.