20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð

Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði

Gerðu ráð fyrir innkomu banka og uppgreiðslum

STJÓRNENDUR Íbúðalánasjóðs gerðu ráð fyrir innkomu bankanna á húsnæðislánamarkaðinn og að til uppgreiðslu lána myndi koma, skv. upplýsingum Halls Magnússonar, sviðsstjóra þróunar- og almenningstengslasviðs Íbúðalánasjóðs.
STJÓRNENDUR Íbúðalánasjóðs gerðu ráð fyrir innkomu bankanna á húsnæðislánamarkaðinn og að til uppgreiðslu lána myndi koma, skv. upplýsingum Halls Magnússonar, sviðsstjóra þróunar- og almenningstengslasviðs Íbúðalánasjóðs. Hann segir það ekki rétt sem fram hafi komið í fréttaskýringu Morgunblaðsins sl. sunnudag að sjóðurinn geti komist í þrot ef framhald verður á miklum uppgreiðslum á útlánum sjóðsins. Hallur segir þó ýmislegt í grein blaðsins standast fræðilega séð.

Hallur segir að sérstaklega hafi verið haldið fyrir utan skuldabréfaskiptin sl. sumar rúmlega 120 milljörðum kr. í húsbréfum og þar að auki tryggi skiptiprósenta í útboðinu sjóðnum annað eins. ,,Það þýðir að öllu óbreyttu að sjóðurinn er með hátt í þriðja hundrað milljarða getu til þess að takast beint á við þessar breytingar, óháð öðrum þáttum sem við getum gripið til og höfum verið að grípa til í gegnum okkar mjög svo virku áhættu- og fjárstýringarstefnu og fjárstýringaraðgerðir," segir hann.

Í fréttatilkynningu Íbúðalánasjóðs í gær segir að lánshæfismatsfyrirtækið Moody's hafi staðfest "frábært lánshæfismat Íbúðalánasjóðs Aaa og telur að horfur sjóðsins séu stöðugar," eins og segir í tilkynningunni.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.