— Reuters
Tugir þúsunda manna fórust annan í jólum þegar allt að tíu metra há flóðbylgja skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem mældist níu stig á Richters-kvarða.

Tugir þúsunda manna fórust annan í jólum þegar allt að tíu metra há flóðbylgja skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem mældist níu stig á Richters-kvarða. Jarðskjálftinn átti upptök sín í sjónum vestur af Súmötru í Indónesíu og var hinn mesti í heiminum í 40 ár.

Flóðbylgjan æddi yfir Indlandshaf á mörg hundruð km hraða, sökkti hundruðum fiskiskipa, upprætti heilu þorpin á ströndum landanna og kastaði brakinu ýmist upp á land eða dró það með sér út á sjó.

Indversk fjölskylda er hér á rústum húss í bænum Cuddalore, um 180 km sunnan við indversku borgina Madras. Manntjónið var mest á Sri Lanka, Indlandi, Indónesíu og Taílandi.