GUÐMUNDUR Ólason, svæðisstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Norræna fjárfestingabankanum (NIB), hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Milestone ehf. Guðmundur hefur störf hjá félaginu í mars næstkomandi.

GUÐMUNDUR Ólason, svæðisstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Norræna fjárfestingabankanum (NIB), hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Milestone ehf. Guðmundur hefur störf hjá félaginu í mars næstkomandi. Guðmundur mun einnig sinna verkefnum fyrir dótturfélög og önnur félög tengd samstæðunni. Áður starfaði Guðmundur m.a. sem sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu og ritari framkvæmdanefndar um einkavæðingu á árunum 1998-2003.

Milestone ehf. og tengd félög eru eigu Karls Wernerssonar og systkina hans, Ingunnar og Steingríms.