FÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) efnir til Íslenska þekkingardagsins fimmtudaginn 10. febrúar nk. á Nordica. Þema ráðstefnunnar verður Leiðtoginn.

FÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) efnir til Íslenska þekkingardagsins fimmtudaginn 10. febrúar nk. á Nordica. Þema ráðstefnunnar verður Leiðtoginn.

Aðalerindi ráðstefnunnar verður flutt af Paul Claudel, sem hefur kennt víðsvegar um heiminn og m.a. starfað með Nokia, Alcatel, Nestlé og KB-banka við að innleiða leiðtogahugsun og þróun leiðtogahæfileika meðal stjórnenda.

Á ráðstefnunni verða Íslensku þekkingarverðlaunin afhent í fimmta sinn. Fyrirtækin sem áður hafa hlotið verðlaunin eru Actavis, Íslandsbanki, Marel og Íslensk erfðagreining. Að þessu sinni eru verðlaunin veitt því fyrirtæki þar sem sýnt er að forystuhæfileikar stjórnenda hafa skilað sér markvisst í virkjun mannauðsins samhliða afburða árangri í rekstri. Fyrirtækin sem flestar tilnefningar hlutu voru Baugur Group, KB-banki og Össur. Auk þess verður viðskiptafræðingur/hagfræðingur ársins valinn í þriðja sinn. Leitað var til félagsmanna FVH auk forstjóra og framkvæmdastjóra 100 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi um tilnefningar.