— Morgunblaðið/Golli
Austurstræti | Kaffihúsið Ömmukaffi í Austurstræti er ekki stórt, en þó ætlar fimm manna hljómsveitin UHU! að halda þar tónleika í kvöld kl. 20. Þar verður fönk og djasstónlist í algleymingi, en hinir ungu leikarar eru nemendur í MR og MH. UHU!

Austurstræti | Kaffihúsið Ömmukaffi í Austurstræti er ekki stórt, en þó ætlar fimm manna hljómsveitin UHU! að halda þar tónleika í kvöld kl. 20. Þar verður fönk og djasstónlist í algleymingi, en hinir ungu leikarar eru nemendur í MR og MH.

UHU!-menn ætla heldur ekki að stoppa þar, heldur er stefnt á að halda tónleika á Ömmukaffi á hverju fimmtudagskvöldi næstu vikur. Sveitin æfði í gær í Hljómskálanum en trommarinn þurfti að bregða sér á bæ..