Vepja á fótboltavelli | Vepja (Vanellus vanellus) hefur sést á ferð í Djúpavogi undanfarna daga. Hún var meðal annars að spóka sig á æfingasvæðinu við fótboltavöllinn.
Vepja á fótboltavelli | Vepja (Vanellus vanellus) hefur sést á ferð í Djúpavogi undanfarna daga. Hún var meðal annars að spóka sig á æfingasvæðinu við fótboltavöllinn. Vepjan, sem er flækingur, er nokkuð fágætur fugl hér á Íslandi en er talin með algengustu fuglum Evrópu. Þó hún sé árviss gestur hér hefur henni aldrei tekist að ná fótfestu á Íslandi og fjöldi hennar breytilegur frá ári til árs, segir í frétt á vef Djúpavogs.