Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður við Kárahnjúkavirkjun, spjallar við þá Romano Baldo og Pompeo Naldi frá ítölsku verkalýðshreyfingunni á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi. Fjær standa Claudio Sottile frá ítölsku verkalýðshreyfingunni og Marion Hellmann s
Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður við Kárahnjúkavirkjun, spjallar við þá Romano Baldo og Pompeo Naldi frá ítölsku verkalýðshreyfingunni á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi. Fjær standa Claudio Sottile frá ítölsku verkalýðshreyfingunni og Marion Hellmann s — Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
FULLTRÚAR Alþjóðabyggingasambandsins og þriggja ítalskra verkalýðsfélaga komu til landsins í gær og flugu beint austur á Egilsstaði í gærkvöldi.

FULLTRÚAR Alþjóðabyggingasambandsins og þriggja ítalskra verkalýðsfélaga komu til landsins í gær og flugu beint austur á Egilsstaði í gærkvöldi. Í dag heimsækja fulltrúarnir virkjunarsvæðið við Kárahnjúka í fylgd Impregilo og aðaltrúnaðarmanns á staðnum og munu á morgun eiga fund með nokkrum talsmönnum íslensku verkalýðshreyfingarinnar. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur hins vegar afþakkað boð um að hitta erlenda starfsbræður sína eða fara að Kárahnjúkum í dag.

Á vefsíðu Rafiðnaðarsambandsins segir að það geti vart flokkast undir annað en ókurteisi að senda "svona boð" með skömmum fyrirvara. Starfsmenn sambandsins hafi allir ráðstafað sér til annarra verkefna.

Þorbjörn Guðmundsson frá Samiðn, sem á sæti í samráðsnefnd vegna virkjunarsamnings, hittir Ítalina að máli á morgun og að sögn Halldórs Grönvold munu fulltrúar frá ASÍ einnig funda með hinum erlendu gestum.

Ekki hefur verið ákveðið hvort boðað verði til blaðamannafundar á morgun, að loknum fundi verkalýðsforkólfanna. Vinnumálastofnun og félagsmálaráðuneytinu var einnig boðið til þess fundar, samkvæmt upplýsingum frá Impregilo.