STOFNAÐUR hefur verið Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur sem lést af slysförum árið 1989, aðeins 33 ára að aldri.

STOFNAÐUR hefur verið Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur sem lést af slysförum árið 1989, aðeins 33 ára að aldri. Að sjóðnum standa foreldrar Margrétar, hjónin Þóra Hallgrímsson og Björgólfur Guðmundsson, og hafa þau lagt sjóðnum til stofnfé að fjárhæð 500 milljónir króna.

Stuðla að heilbrigðu líferni og bættu mannlífi

Markmið sjóðsins er að stuðla að heilbrigðu líferni og bættu mannlífi og að efla menntir, menningu og íþróttir. Er minningarsjóðnum ætlað að ná markmiðum sínum með því að styrkja einstaklinga, verkefni og félög til mennta, framtaks, athafna og keppni, ekki síst á alþjóðlegum vettvangi.

Áætlað er að styrkveitingar nemi um 75-100 milljónum króna á ári./ 4