Álftanes | Ákveðið var að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði á Álftanesi úr 0,34% í 0,32% til þess að draga úr áhrifum mikillar hækkunar fasteignamats um síðustu áramót á fasteignagjöld í sveitarfélaginu.

Álftanes | Ákveðið var að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði á Álftanesi úr 0,34% í 0,32% til þess að draga úr áhrifum mikillar hækkunar fasteignamats um síðustu áramót á fasteignagjöld í sveitarfélaginu. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Jafnframt var samþykkt að lækka lóðarleigu úr 0,40% í 0,32% af lóðarmati.

Í greinargerð bæjarstjórnar með tillögu um lækkun skattsins kemur fram að fasteignamat íbúðahúsnæðis á Álftanesi hækkaði að meðaltali um 13% í fjölbýli og 20% í sérbýli um áramótin. Með þeirri ákvörðun að lækka álagningarprósentuna séu að fullu felld út áhrif hækkunar fasteignamatsins umfram forsendur fjárhagsáætlunar 2005.