Reykjavíkurborg í samvinnu við Stofnun um stjórnsýslu og stjórnmál efnir til morgunverðarfundar í dag kl. 8.
Reykjavíkurborg í samvinnu við Stofnun um stjórnsýslu og stjórnmál efnir til morgunverðarfundar í dag kl. 8.30 á Grand hóteli, þar sem þekktur prófessor við Háskólann í Hróarskeldu í Danmörku, Peter Bogason, flytur inngangserindi um nýjar leiðir í lýðræðisþróun og stefnu og reynslu sveitarfélaga í Danmörku því tengdu. Í Danmörku hafa verið reyndar ýmsar leiðir til þess að auka þátttöku borgaranna í mótun velferðarsamfélagsins og sporna gegn þeirri þróun sem felst í minnkandi afskiptum almennings af stjórnmálum og aukinnar tortryggni í garð opinberra starfsmanna.