ÍSLAND er í 94. sæti af 206 þjóðum á nýjasta styrkleika FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í morgun.

ÍSLAND er í 94. sæti af 206 þjóðum á nýjasta styrkleika FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í morgun. Ísland hefur fallið um eitt sæti frá því í desember en þess ber að geta að íslenska karlalandsliðið hefur ekki spilað leik síðan í október. Brasilíumenn eru efstir á listanum sem fyrr og á eftir þeim koma Frakkar, Argentínumenn, Tékkar, Spánverjar, Hollendingar, Mexíkóar, Englendingar og Portúgalar.

Engin breyting er á stöðu efstu 15 þjóða á listanum en Þjóðverjar hækka úr 19. sæti upp það 16. í kjölfarið á sigurleikjum í Asíuferð sinni í desember. Hvað Ísland varðar, þá er það lið Haiti sem lyftir sér upp um þrjú sæti og fellir Ísland niður um eitt. Haiti er í 92. sæti, Makedónía í 93., Ísland í 94. sæti, Bólivía í 95. sæti og Nýja-Sjáland í 96. sæti. Næstu Evrópuþjóðir fyrir neðan Ísland eru Litháen (100), Georgía (106), Kýpur (109) og Norður-Írland (109).