Svona er best að þrífa pítsusteininn

Grillaðar pítsur eru algjört lostæti!
Grillaðar pítsur eru algjört lostæti! Mbl.is/Getty Images

Grillaðar pítsur, gleði og sól – uppskrift að frábærum degi. En hvernig ætli sé best að þrífa pítsusteininn sem best, til að vera ekki alltaf að grilla gamlar matarleifar? Það þarf nefnilega að þrífa steininn vel til að pítsan nái stökkleika sínum sem best á grillinu. Og eins og við vitum má alls ekki setja slíka steina í uppþvottavél né baða þá upp úr mikilli sápu.

Skref eitt

Sjáðu til þess að steinninn sé alveg kaldur áður en þú byrjar. Dragðu fram plastspaða eða sambærilegt áhald úr plasti (annað skemmir steininn) og skrapaðu mestu óhreinindin burt.

Skref tvö

Blandaðu saman matarsóda og vatni og berðu á með mjúkum rökum  klút. Reyndu að bera á blettina með hringlaga hreyfingum.

Skref þrjú

Ef það er eitthvað sem situr ennþá fast skaltu setja steininn inn í kaldan ofn og stilla á 250°C. Þegar steinninn er orðinn heitur ættirðu að ná að skrapa restina af. Munið þó að það munu alltaf verða einhverjir blettir sem sitja eftir – það er fullkomlega eðlilegt. Og passið að skrapa ekki of fast!

Forðist alltaf sterk hreinsiefni á steininn, mjög heitt vatn og beitta hluti, þá ætti steinninn að halda áfram að færa þær ekta ítalskar pítsur af grillinu.

mbl.is