Ljúffeng og létt linsubaunsúpa

Svava er mikil súpukona og segir þessa uppskrift vera með …
Svava er mikil súpukona og segir þessa uppskrift vera með þeim betri. mbl.is/ljufmeti.com

Svava Gunnarsdóttir á ljufmeti.com eldaði súpu eftir kollega sinn Ebbu Guðnýju. Svava er mikill aðdáandi Súpubarsins í Borgartúni en þessi uppskrift ku vera eins góð og linsubaunasúpan þar.

„Ebba Guðný, heilsugúrú og snillingur, gaf í þætti sínum Eldað með Ebbu uppskrift að linsubaunasúpu sem ég lét loksins verða af að elda um daginn, en franska linsubaunasúpan frá Súpubarnum var einmitt fyrirmynd þeirrar uppskriftar. Súpan er dásamlega góð! Ég bætti smá sellerý og cayenne-pipar út í súpuna en því má auðvitað sleppa. Súpuna setti ég síðan í 4 box og átti nesti út vikuna. Stórkostlega gott!“

Puy-linsurósmarín- og hvítlaukssúpa (uppskrift frá Ebbu Guðnýju)

1 stór blaðlaukur eða 2 litlir
1 1/2 dl grænar/brúnar/puy-linsur
6-8 hvítlauksrif, pressuð
1 1/2 tsk. himalaya- eða sjávarsalt
2 msk. lífrænn gerlaus grænmetiskraftur
1 krukka maukaðir tómatar
500 ml vatn
3-4 greinar ferskt rósmarín
1 1/2 msk. timjan (þurrkað)
4-6 gulrætur (fer eftir stærð – 4 stórar eða 6 fremur litlar)
250 ml rjómi (1 peli)
1 stikill af sellerý
smá cayenne-pipar
Graslaukur til að skreyta með í lokin og bragðbæta (má sleppa)

Skerið blaðlauk, sellerý og gulrætur smátt. Hitið smá vatn í botni á rúmgóðum potti og steikið grænmetið. Bætið hvítlauk saman við og síðan hráefnunum hverju á fætur öðru. Látið sjóða þar til baunirnar eru orðnar mjúkar (ég lét súpuna sjóða við vægan hita í um 30 mínútur). Berið fram með góðu brauði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert