Grillaður hálfmáni - myndband

Hættu að grilla sömu kóteletturnar og flippaðu smá með okkur á Matarvefnum í sumar. Við ætlum að kenna þér að grilla allskonar gúmmelaði og jafnvel færa okkur á ævintýralegri nótur á komandi vikum. Við byrjum á pítsahálfmánum sem eru tilvaldir í Eurovisionpartýið.

Það sem þú þarft:

 • Eina uppskrift af Krakkapizzudeigi (sjá hér að neðan)
 • Eina uppskrift af Krakkapizzusósu (sjá hér að neðan)
 • 120 g af Mozzarella osti
 • 120 g af rifnum Cheddar osti
 • Pepperóní – í sneiðum
 • Extra virgin ólíu olía

Krakkapizzudeig

 • 240 ml volgt vatn
 • 2 tsk þurrger
 • 1 msk sykur
 • 1 msk ólífuolía (eða grænmetisolía)
 • 300 g hveiti
 • ¼ tsk salt

Aðferð:

 1. Setjið vatn, ger og sykur í stóra skál. Hrærið saman og látið bíða í 5 mínútur.
 2. Blandaðu olíunni saman við og hrærðu létt í.
 3. Blandaðu hveitinu og saltinu saman við og hnoðið þar til deigið er orðið þétt og fínt.
 4. Setjið viskustykki yfir deigið og látið það hvíla í 10 mínútur.

Krakkapizzusósa

 • 1 dós af niðursoðnum tómötum í bitum
 • 1 dós (lítil) af tómatpaste
 • 2 hvítlauksgeirar
 • ½ tsk salt
 • Nýmalaður pipar
 • 5 stór basillauf

Aðferð:

 1. Setjið hráefnin í blandara og blandið uns sósan er tilbúin.
 2. Grillaður hálfmáni
 3. Skiptu deiginu í tvennt.
 4. Flettu hvora deigkúlu út í hring. Hún ætti að vera á stærð við 12 tommu pizzu.
 5. Settu hvort deigið fyrir sig á smjörpappír eða á pizzuplötu.
 6. Settu sósuna á.
 7. Sáldraðu ostinum yfir.
 8. Settu pepperóní ofan á ostinn.
 9. Sáldraðu örlitlu af osti í viðbót.
 10. Penslaðu brúnirnar á deiginu með vatni.
 11. Brjóttu deigið í tvennt og þrýstu brúnunum vel saman með gaffli.
 12. Settu háflmánann á bökunarplötuna.
 13. Slettu smá olíu yfir hálfmánann.
 14. Settu hálfmánann á grillið og láttu pensluðu hliðina snúa niður. Passaðu að hafa ekki mikinn hita á grillinu og leyfðu hálfmánanum að eldast í 5 mínútur eða svo. Penslaðu hliðina sem snýr upp með olíu áður en þú snýrð hálfmánanum.
 15. Taktu af grillinu og láttu hálfmánann kólna í smá stund. Hann getur verið heitur og því mikilvægt að einhver fullorðinn smakki áður en börnin bíta í.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert