Smáréttir

Ferskustu partírúllur sumarsins

5.7. Ekki bara snilldarhugmynd, heldur líka hollt og gott og fallegt á borði.   Meira »

Grilluð smábrauð með skinku og osti

31.5. Þessi smáu skinkubrauð eru stökk en jafnframst safarík og svo bragðgóð - bara við það eina að skella þeim í ofninn.   Meira »

Beikonvafin himnasending sem gerir allt betra

17.5. Þessar rækjur bjóða sjálfum sér í matinn og eiga alltaf erindi við matarborðið, sama hvert tilefnið er.   Meira »

Innbakaður aspas með brie-osti

20.4. Innbakaðir í smjördeig með bragðmiklum osti og þú munt ekki hugsa um neitt annað í langan tíma.   Meira »

Þrjár ketóvænar beikonsprengjur

16.4. Við höfum deilt með ykkur uppskriftum að beikonvöfðum aspas sem er hið fullkomna ketó-snakk, en hér koma þrjár útfærslur af smáréttum sem innihalda beikon. Meira »

Forréttur að hætti RVK Meat

9.3. Hér erum við með gómsæta bleikju sem er borin fram með svarthvítlauksmajónesi sem er eitthvað sem allir þurfa að smakka á lífsleiðinni. Við erum ekki frá því að þetta sé algjörlega geggjaður forréttur enda kemur hann úr smiðju RVK Meat. Meira »

Stökkir raviolikoddar á tómatsalsa

8.1. Frábær forréttur er að detta hérna í fangið á ykkur. Einfaldur, bragðgóður og vinsæll á meðal þeirra sem hafa smakkað. Smekklega borinn fram á skeið sem gefur eilítið öðruvísi stemningu við matarborðið. Meira »

Ofureinfaldur forréttur fyrir hina óákveðnu

31.12. Carpaccio með sveppum og tómatsalsa – það er eitthvað sem mun falla vel í kramið hjá gestum og gangandi.  Meira »

Djöflaegg Rauða hanans

23.12. Þessi réttur er frábær sem forréttur eða meðlæti, passar t.d. mjög vel með jólaskinku eða síld. Hann kemur úr smiðju hins heimsþekkta Marcus Samuelsson sem rekur veitingastaðinn Red Rooster í Harlem. Meira »

Forréttur sem þú verður að smakka

7.12. Við tökum vel á móti litlum og léttum réttum – eða forréttum eins og það oftast er kallað. Hér bjóðum við upp á frekar einfalda útgáfu af bragðgóðum byrjanda sem inniheldur aspas og bresaola. Meira »

Ómótstæðilegt salat með parmaskinku og melónu

8.11. Megum við kynna ferskasta meðlæti mánaðarins – hentar með öllum mat eða sem forréttur. Það gerist eitthvað stórkostlegt þegar melóna og parmaskinka mætast og bragðlaukarnir vakna úr dvala. Meira »

Pasta sem passar með öllu

4.9. Þetta verður að smakkast! Þessi pastaréttur er hinn fullkomni réttur sem verður ekki auðveldari í framkvæmd.   Meira »

Langbesti forrétturinn

27.7. Þetta dásamlega melónusalat er í senn ferskt, sætt, salt og súrt. Það er ráðist á bragðlaukana úr öllum áttum svo úr verður dásamleg blanda sem bráðnar í munni. Meira »

Forréttur fyrir lengra komna

20.7.2018 Þessi uppskrift er gríðarlega spennandi en mögulega ekki á allra færi. Hér erum við með hrossa-tataki þar sem djúpsteiktir ætiþistlar, mangókrem og pikklaðar skrautrófur fara saman. Hljómar dásamlega og við segjum bara njótið vel! Meira »

Ofureinfalt melónusalat

29.6.2018 Það er gott að eiga eina góða uppskrift af melónusalati í farteskinu, svona ef sólin skyldi nú loksins láta sjá sig. Sætkrydduð hunangs-engifer dressingin fer afar vel með melónu og klettasalati, og brómberjunum má skipta út fyrir bláber ef svoleiðis liggur á fólki. Meira »

Unaðsleg aspasstykki

31.5.2018 Sú var tíðin að aspas var eingöngu borðaður niðursoðinn hér á landi en nú er tíðin aldeilis önnur og töluvert úrval af þessu sælgæti til í verslunum. Meira »

Hörpuskel með mangó chorizo salsa á grilluðu brauði

17.5.2018 Hin æsispennandi áskorendakeppni Fimm eða færri heldur áfram en í henni keppast færustu matreiðslumenn landsins við að reiða fram rétti sem innihalda fimm innihaldsefni eða færri. Meira »

Ketó meðlætið sem ærir mannskapinn af gleði

13.2. Það kemur ekkert í stað þessara stökku ostavöfðu blómkálshnappa sem eru eins einfaldir í framkvæmd og mögulegt er.   Meira »

Grillaðar risarækjur með hvítlauksmajó

31.12. Við elskum allan grillmat og þessi uppskrift er engin undantekning. Hér höfum við marineraðar rækjur í nóg af sítrónu, olíu og kryddjurtum að eigin vali. Meira »

Humarforrétturinn úr Íslandsbankadagatalinu

23.12. Góðar uppskriftir leynast víða og þessi á sér ansi merkilega sögu því eftir bestu heimildum birtist hún í dagatali Íslandsbanka fyrir mörgum árum og á líklega ættir að rekja langt aftur ef að líkum lætur. Meira »

Forréttur sem slær alltaf í gegn

20.12. Rækjur eru vinsæll forréttur hjá mörgum, enda hægt að útfæra á svo marga vegu. Slíkir réttir slá oftast nær alltaf í gegn.   Meira »

Geggjaður forréttur úr smiðju Grillmarkaðsins

30.11. Út er komin bókin Grillmarkaðurinn, sem inniheldur úrval bestu og þekktustu uppskrifta veitingastaðarins vinsæla. Í bókinni er jafnframt að finna uppskriftir sem eru ekki lengur á matseðli og hefur verið sárt saknað. Nokkuð ljóst er að þessi bók er mikill hvalreki fyrir aðdáendur Grillmarkaðarins. Meira »

Steiktur humar í hvítlauks-rjómasósu

25.10. Hver getur staðist girnilegan humarrétt? Hvað þá ef hann er borinn fram með hvítlauksrjómasósu og öðru gúmmelaði? Tryggvi Traustason matreiðslumaður á Kopar er áskorandinn okkar í kokkaþrautinni Fimm eða færri að þessu sinni. Meira »

Nautatartar úr eldhúsi Slippsins

18.8. Ef það á að skella í góðan tartar er ekki verra að hann sé úr smiðju meistaranna á Slippnum í Vestmannaeyjum. Uppskriftin er spennandi og algjörlega skotheld. Njótið vel! Meira »

Smjörsteiktur humar á pönnu

27.7. Humar nýtur alltaf mikilla vinsælda og hér getur að líta sjúklega góða og einfalda uppskrift úr smiðju Evu Laufeyjar. Hvítlaukurinn er sívinsælt krydd með humarnum og passar ákaflega vel við hann. Smjörið er svo nauðsynlegt og saltið, piparinn og fersk steinseljan setja punktinn yfir i-ið. Meira »

Grafinn silungur/lax Laugu

17.7.2018 Hin eina sanna Guðlaug Sigurðardóttir á það til að græta samstarfsfélaga sína hjá Árvakri með eldamennskusögum. Með stakri lagni tókst útsendara Matarvefjarins að ná þessari uppskrift upp úr henni, en hún þykir með þeim betri á landinu. Meira »

Súpan sem kom, sá og sigraði!

31.5.2018 Þessi súpa á mögulega eftir að komast í sögubækurnar enda sigraði hún keppnina Þjóðlegir réttir á okkar veg sem haldin var á dögunum. Meira »

Eftirlæti forstjórans

18.5.2018 Þessi tímamótaréttur þótti svo vandaður að hann varð í öðru sæti í verðlaunasamkeppninni Bestu uppskriftirnar 1989 sem að Osta- og smjörsalan stóð fyrir. Höfundur uppskriftar er Jenetta Bárðardóttir og við leyfum okkur að fullyrða að við erum fáránlega spennt fyrir þessum rétti. Meira »

Mini-aspasstykki fyrir einfalda tilveru

15.5.2018 Við elskum einfaldar lausnir eins og gefur að skilja og teljum að lykillinn að farsælu eldhúslífi sé mögulega fólginn í því að elda stundum flókinn mat en örlítið oftar eitthvað einfalt og fljótlegt. Meira »