Smáréttir

Ómótstæðilegt salat með parmaskinku og melónu

8.11. Megum við kynna ferskasta meðlæti mánaðarins – hentar með öllum mat eða sem forréttur. Það gerist eitthvað stórkostlegt þegar melóna og parmaskinka mætast og bragðlaukarnir vakna úr dvala. Meira »

Steiktur humar í hvítlauks-rjómasósu

25.10. Hver getur staðist girnilegan humarrétt? Hvað þá ef hann er borinn fram með hvítlauksrjómasósu og öðru gúmmelaði? Tryggvi Traustason matreiðslumaður á Kopar er áskorandinn okkar í kokkaþrautinni Fimm eða færri að þessu sinni. Meira »

Pasta sem passar með öllu

4.9. Þetta verður að smakkast! Þessi pastaréttur er hinn fullkomni réttur sem verður ekki auðveldari í framkvæmd.   Meira »

Nautatartar úr eldhúsi Slippsins

18.8. Ef það á að skella í góðan tartar er ekki verra að hann sé úr smiðju meistaranna á Slippnum í Vestmannaeyjum. Uppskriftin er spennandi og algjörlega skotheld. Njótið vel! Meira »

Langbesti forrétturinn

27.7. Þetta dásamlega melónusalat er í senn ferskt, sætt, salt og súrt. Það er ráðist á bragðlaukana úr öllum áttum svo úr verður dásamleg blanda sem bráðnar í munni. Meira »

Smjörsteiktur humar á pönnu

27.7. Humar nýtur alltaf mikilla vinsælda og hér getur að líta sjúklega góða og einfalda uppskrift úr smiðju Evu Laufeyjar. Hvítlaukurinn er sívinsælt krydd með humarnum og passar ákaflega vel við hann. Smjörið er svo nauðsynlegt og saltið, piparinn og fersk steinseljan setja punktinn yfir i-ið. Meira »

Grafinn silungur/lax Laugu

17.7. Hin eina sanna Guðlaug Sigurðardóttir á það til að græta samstarfsfélaga sína hjá Árvakri með eldamennskusögum. Með stakri lagni tókst útsendara Matarvefjarins að ná þessari uppskrift upp úr henni, en hún þykir með þeim betri á landinu. Meira »

Súpan sem kom, sá og sigraði!

31.5. Þessi súpa á mögulega eftir að komast í sögubækurnar enda sigraði hún keppnina Þjóðlegir réttir á okkar veg sem haldin var á dögunum. Meira »

Eftirlæti forstjórans

18.5. Þessi tímamótaréttur þótti svo vandaður að hann varð í öðru sæti í verðlaunasamkeppninni Bestu uppskriftirnar 1989 sem að Osta- og smjörsalan stóð fyrir. Höfundur uppskriftar er Jenetta Bárðardóttir og við leyfum okkur að fullyrða að við erum fáránlega spennt fyrir þessum rétti. Meira »

Mini-aspasstykki fyrir einfalda tilveru

15.5. Við elskum einfaldar lausnir eins og gefur að skilja og teljum að lykillinn að farsælu eldhúslífi sé mögulega fólginn í því að elda stundum flókinn mat en örlítið oftar eitthvað einfalt og fljótlegt. Meira »

Eggjandi brönsuppskriftir að hætti Rósu

28.3. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi og matgæðingur, deilir hér huggulegum uppskriftum að eggjaréttum sem henta vel í bröns. Uppskriftinar eru úr bók­inni henn­ar „Hollt nesti, morg­un­mat­ur og milli­mál“ sem kom út haustið 2016. Meira »

Guðdómlegur súrdeigsbrauðréttur með kjúklingi

19.3. Góðir brauðréttir fara aldrei úr tísku og þeim eru ávallt gerð góð skil í veislum. Hér hittir súrdeigsbrauð safaríkan kjúkling og ítalska strauma. Það er því ekki að undra að mótherji minn í brauðréttaeinvíginu hafi snöggfölnað þegar þessi dásemd var reidd fram. Ekki væri verra að toppa réttinn með klettasalati og smá tómötum liggi sérlega lekkert á manni. Meira »

Túnfisk-tataki sem tryllir gestina

24.2. Langar þig að slá í gegn í matarboðinu? Sjarmera liðið svo það verður umtalað næstu ár hvað þú ert flink/ur í eldhúsinu? Þá skaltu bretta upp ermarnar og bjóða upp á þetta lostæti. Meira »

Fiskisúpan sem slær alltaf í gegn

8.1. Góð fiskisúpa er réttur sem hressir við ískaldan og dimman janúar. Þessi súpa er í miklu uppáhaldi hjá mér og hana má vel útbúa daginn áður en geyma þá fiskinn sér. Meira »

Djúsí lauksúpa að hætti Café París

3.1. Í vetrarkuldanum er fátt betra en að fá sér heita súpu. Súpur eru líka fín leið til að vinna sig niður eftir ofát síðustu daga en brauðið gerir hana þó vissulega meira djúsí. Meira »

Hangikjöt randalína Úlfars - fullkominn forréttur

20.12. Úlfar Finnbjörnsson meistarakokkur á heiðurinn af þessari skemmtilegu forréttauppskrift sem hann hannaði fyrir Kjarnafæði og skal hann hafa þökk, athuygli og ást fyrir. Svo er þetta svo fallegt! Þá sjaldan að hangikjöt er fallegt! Meira »

Uppáhalds forréttur Friðgeirs

12.12. „Ég fer að hlakka til jólanna þegar sumrinu lýkur og það er eiginlega matartengt. Það er mest að gera í vinnunni fyrir jólin en svo á ég mjög góðan tíma á milli jóla og nýárs," segir Friðgeir Eiríksson, yfirkokkur á Holtinu. Meira »

Forréttur fyrir lengra komna

20.7. Þessi uppskrift er gríðarlega spennandi en mögulega ekki á allra færi. Hér erum við með hrossa-tataki þar sem djúpsteiktir ætiþistlar, mangókrem og pikklaðar skrautrófur fara saman. Hljómar dásamlega og við segjum bara njótið vel! Meira »

Ofureinfalt melónusalat

29.6. Það er gott að eiga eina góða uppskrift af melónusalati í farteskinu, svona ef sólin skyldi nú loksins láta sjá sig. Sætkrydduð hunangs-engifer dressingin fer afar vel með melónu og klettasalati, og brómberjunum má skipta út fyrir bláber ef svoleiðis liggur á fólki. Meira »

Unaðsleg aspasstykki

31.5. Sú var tíðin að aspas var eingöngu borðaður niðursoðinn hér á landi en nú er tíðin aldeilis önnur og töluvert úrval af þessu sælgæti til í verslunum. Meira »

Hörpuskel með mangó chorizo salsa á grilluðu brauði

17.5. Hin æsispennandi áskorendakeppni Fimm eða færri heldur áfram en í henni keppast færustu matreiðslumenn landsins við að reiða fram rétti sem innihalda fimm innihaldsefni eða færri. Meira »

Partýpítsur sem slegist var um

29.4. Partýpístur slá alltaf í gegn í öllum boðum en þessa uppskrift má að sjálfsögðu nota til að gera hefðbundna pítsu.   Meira »

Fljótlegt pastasalat með parmesan og spínati

19.3. „Þetta salat er létt og sérlega gott, það er snilld í saumaklúbbinn og í nesti í vinnuna. Það hafa margir prufað ætiþystal- og spínat ídýfu og er hún hugmyndin fyrir þetta salat. Meira »

Steikt eggjabrauð handa þunnum eða sorgmæddum

10.3. Steikt eggjabrauð vekur hlýjar æskuminningar hjá mörgum. Hvort sem það var amma, mamma eða pabbi sem steikti ilmandi eggjabrauð upp úr smjöri þá var útkoman alltaf ómótstæðileg. Það er eitthvað við svona gamaldags mat sem hlýjar sálartetrinu og bætir geð. Meira »

Smáborgari sem bragð er af

19.2. Þessi skemmtilegi litli borgari er borinn fram í gufusoðnu brauði, með Pico de Gallo, reyktum sýrðum rjóma, chipotle-BBQ-sósu og beikoni. Meira »

Döðlupestó Öldu einkaþjálfara

8.1. Alda María Ingadóttir, íþróttafræðingur og þjálfari í Hreyfingu laumaði að okkur þessari góðu pestóuppskrift sem hentar ákaflega vel á vefjur, brauð, í kjúklingarétt eða sem salatdressing séu enn meiri olíu blandað við. Algjört dúndur! Meira »

Aspassalat með parmesan sem toppar steikina

28.12. Þetta salat hentar sérstaklega vel með innbakaðri nautalund eða nautasteik.   Meira »

Nautatartar fyrir meistarana

18.12. Þetta er mögulega hinn fullkomni forréttur fyrir jólin. Temmilega flókinn fyrir alla þá sem þurfa að prófa nýju græjurnar sínar og bragðið skemmtilega útpælt... Meira »

Jólaosturinn í næsta partý

29.11. Jólahlaðborð og -hittingar raðast nú inn í dagatöl landsmanna en þá spyrja menn og konur sig gjarnan hvað sé lekkert að bjóða upp á sem tekur sem minnstan tíma í slíkum fordrykkjarboðum. Meira »