Gómsætir smábitar Kolbrúnar

Andar-confit smábitar (canape) á vöfflum.
Andar-confit smábitar (canape) á vöfflum. Mbl.is/Keto þjálfun

Hér eru á ferðinni gómsætir andar-confit smábitar (canape), sem bornir eru fram á vöfflum. Það er Kolbrún hjá Keto þjálfun sem á heiðurinn að uppskriftinni og segir réttinn eiga heima á hvaða veisluborði sem er.  

Andar-confit smábitar (canape)

  • Andarlæri, t.d. í dós í Bónus
  • Lágkolvetna vöfflur
  • Rjómaostur með karamellíseruðum lauk
  • Klettasalat
  • Pikklaður rauðlaukur

Aðferð:

  1. Baka andarlærin  samkvæmt leiðbeiningum. Kryddið vel með salt og pipar (eða krydd að eigin vali). Setjið í ofn á 200°C í 30 min, lækkið svo niður í 75° og bakað áfram í 30 min. Leyfið kjötinu að kólna aðeins og rífið svo niður.
  2. Á meðan andarkjötið er að eldast þá er gott að baka vöfflurnar. Best að baka heila vöfflu og svo taka laufin í sundur þegar er búið að kólna. 1 vöfflulauf er 1 skammtur.
  3. Smyrjið vöffluna með rjómaostinum.
  4. Skerið niður klettakálið og setjið í skál. Setjið góða ólífuolíu yfir og salt og pipar, það gefur kálinu smá extra ást. Mér finnst gott að skera niður klettasalatið þannig að það passi betur á vöffluna.
  5. Setjið klettakál á hverja vöfflu.
  6. Setjið rifna andarlæra kjötið á hverja vöfflu.
  7. Toppið hverja vöfflu með pikkluðum rauðlauk.
  8. Setja á fallegan disk eða bakka og njótið.
  9. Mér finnst best að baka heila vöfflu í einu og rífa svo laufin í sundur þegar vafflan hefur kólnað. Ég prufaði að setja bara doppu í vöfflujárnið til að fá litlar hringlóttar vöfflur en þær urðu alltaf fullstórar.
Mbl.is/Keto þjálfun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert