Risarækjur með avokadó og parmesan

Risarækjur eins og þær gerast bestar - hér með tómötum …
Risarækjur eins og þær gerast bestar - hér með tómötum og parmesan. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Enn ein uppskriftin úr smiðju Hildar Rutar, matgæðings með meiru, en hún er einstaklega lunkin í eldhúsinu. Hér býður Hildur Rut upp á risarækjur, matreiddar með stórkostlegum hráefnum sem vekja bragðlaukana til lífsins. Hún segir þennan rétt vera of góðan og einfaldan til að láta fram hjá sér fara og henti hann bæði sem forréttur eða sem léttur kvöldmatur.

Risarækjur með avokadó, tómötum og parmesan (fyrir 2)

 • 400 g risarækjur, hráar
 • 2 hvítlauksrif, kramin
 • chili-flögur, eftir smekk
 • salt og pipar
 • ólífuolía
 • 1 stórt avokadó (eða 2 lítil avokadó)
 • 10 kokteiltómatar (eða 2-3 stærri tómatar)
 • 3 msk. fersk steinselja
 • rifinn parmesan-ostur

Aðferð:

 1. Veltið risarækjunum upp úr hvítlauk, chili-flögum, salti, pipar og ólífuolíu. Skerið avokadó, kokteiltómata og steinselju smátt. 
 2. Steikið risaækjurnar upp úr ólífuolíu í ca. 3-5 mín, þar til þær eru fulleldaðar. Dreifið parmesan-osti yfir rækjurnar þegar þær eru enn þá heitar og hrærið saman.
 3. Blandið risarækjunum við avokadóið, tómatana og steinseljuna. Dreifið svo að lokum meiri parmesan-osti yfir allt saman.
Hér er nóg af parmesan á toppnum! Við erum að …
Hér er nóg af parmesan á toppnum! Við erum að elska það. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is