Innbakaður aspas með brie

Innbakaður aspas með brie er það sem þú vilt bjóða …
Innbakaður aspas með brie er það sem þú vilt bjóða upp á í næsta matarboði. mbl.is/Sæson.dk

Hér bjóðum við upp á geggjaðan forrétt eða léttan rétt sem kveikir í bragðlaukunum. Innbakaður aspas með brie osti er eitt af því besta sem maginn mun fá þessa dagana.

Innbakaður aspas með brie

  • Ferskur aspas (nóg fyrir sex manneskjur)
  • Smjördeig (nóg fyrir sex manneskjur)
  • 1 brie
  • Egg til penslunar

Annað (val):

  • Vorlaukur
  • Púrrlaukur
  • Cherry tómatar

Aðferð:

  1. Skerið neðsta hlutann af aspasinum.
  2. Skiptið smjördeiginu upp í sex jafnstóra hluta og leggið eina skífu af brie ostinum yfir. Penslið með eggi.
  3. Leggið þrjá aspasa ofan á hvert smjördeig og lokið deiginu saman. Penslið yfir með eggi og bakið í sirka 12 mínútur við 225°C þar til gylltir á lit.
  4. Prófið jafnvel að bæta vorlauk saman við, steikja púrrlauk eða annað grænmeti sem þér finnst gott.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert