Ferskasti forréttur allra tíma

Hversu girnilegur forréttur!
Hversu girnilegur forréttur! mbl.is/sæson.dk_Henrik Freek

Þetta er svona forréttur sem þú gætir borðað endalaust af - svo ferskur og góður. Blómkál, rækjur og ferskt salat er allt sem til þarf ásamt stórkostlegri dressingu sem bindur þetta allt saman.

Ferskasti forréttur allra tíma (fyrir 4)

 • 200 g stórar rækjur
 • Blómkálshaus
 • Hjartasalat eða annað gott salat
 • Svört sesamfræ
 • Rúgbrauð

Dressing:

 • 1 dl gott majónes
 • 2 dl sýrður rjómi 18%
 • 4 msk. dill, saxað
 • 2 msk. sítrónusafi
 • ½ tsk. sykur
 • 1 tsk. dijonsinnep
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Skerið blómkálið í litla bita og hreinsið rækjurnar.
 2. Sjóðið blómkálið í léttsöltu vatni í 2-3 mínútur.
 3. Hrærið hráefnunum saman í dressinguna og smakkið til með salti og pipar.
 4. Setjið salat, blómkál og rækjur í glös (jafnvel fín á fæti).
 5. Dreifið dressingu yfir og berið restina fram með forréttinum.
 6. Skreytið með dilli og svörtum sesamræjum. Ristið rúgbrauð og skerið í strimla.
mbl.is