Salsað sem fólk talar um

Ferskt og gott salsa sem passar með flestum mat.
Ferskt og gott salsa sem passar með flestum mat. mbl.is/TM

Matarvefurinn vinnur nú hörðum höndum að því að taka út hvern einasta stað í Mathöllinni skemmtilegu.

Við vorum sérstaklega hrifin af Kröst en þar er þetta guðdómlega salsa borið fram með nánast öllu.

Kröst-salsað góða:
 
30 g dill
30 g kóríander
30 g  graslaukur
1 paprika
2 msk. eplaedik
2 msk. kornolía
1 lítil sítróna, safinn
2 msk. ferskt chili, saxað smátt
Væn lúka af vínberjum, skorin til helminga

Allt saxað gróft og blandað saman.

mbl.is