Guðdómlegt pasta með risarækju og hvítlauk

Þessi guðdómlega skál er úr Aalto-línunni frá Iittala, roðagyllt og …
Þessi guðdómlega skál er úr Aalto-línunni frá Iittala, roðagyllt og guðdómleg. Kristinn Magnússon

Þetta ljúffenga pasta er ákaflega gott. Það er einnig gott að bæta smáum tómötum við eða ferskum aspas og auðvitað nóg af parmesan. 

Blekað pasta með risarækju og sítrónu

Hér er notað ítalskt svart pasta sem litað er með smokkfiskbleki sem gefur þó afar lítið bragð en er virkilega smart. Pastað hentar sérstaklega vel með öllum sjávarréttum.

400 g svart pasta (fæst m.a. í Hagkaup)
2 msk. ólífuolía
4 saxaðir hvítlauksgeirar
500 g risarækja
salt og pipar eftir smekk
1/2 tsk. reykt paprika
Börkur af einni sítrónu, aðeins guli hlutinn
1/4 bolli þurrt sérrí eða grænmetissoð fyrir þá sem vilja það frekar
3 msk. smjör
Fersk steinselja eða basilíka

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og setjið til hliðar í sigti en geymið ½ dl af pastavatninu.

Setjið olíu og hvítlauk á pönnu og mýkið laukinn við lágan hita.

Þurrkið rækjurnar vel og steikið á pönnu þar til þær eru fallega bleikar og setjið til hliðar.

Hækkið hitann og bætið saman við sérrí og sítrónuberki á pönnuna og leyfið að malla í nokkrar mínútur. Setjið því næst reykta paprikuduftið ásamt salti og pipar á pönnuna.

Bætið smjöri við og leyfið því að bráðna og hrærið vel saman með písk. Bætið pastavatninu saman við.

Setjið pastað saman við sósuna á pönnunni og bætið rækjunum við. Setjið á fat og skreytið með steinselju eða basilíku.

-------

Höfundur uppskriftar er Linda Björk Ingimarsdóttir en lesendur matarvefjarins kannast vel við hennar eldhústakta. Linda á þrjá eldhressa og sísvanga drengi, tvo hunda, veiðisjúkan eiginmann og stórt eldhús. Linda er grunnskólakennari og gourmet-grallari af guðs náð.

Það má einnig nota humar eða lax ef fólk vill …
Það má einnig nota humar eða lax ef fólk vill ekki pasta. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is