Skálarnar sem allir elska

mbl.is/IKEA

Skálar eru ómissandi í eldhús en yfirleitt hefur fólk ekki mjög sterkar skoðanir á þeim. Þar til við rákumst á ítrekaðar umfjallanir um þessar skálar hér sem eru bæði hræódýrar og fremur fallegar. Þær eru líka sérlega nytsamlegar enda fáanlegar í nokkrum stærðum sem henta vel fyrir alls kyns matvöru - og jafnvel margt annað.

Skálarnar heita Blanda Blank og eru úr stáli. Það er reyndar líka hægt að fá þær úr gleri en þá heita þær bara Blanda og við en þá heita þær Blanda Matt. Þær kosta á bilinu 245 - 645 krónur og eru algjör snilld. Þær eru sérlga heppilegar í hvers kyns eldhúsvinnu og svo eru margir sem nota minnstu skálarnar fyrir súpur eða salöt.

Ef fylgst er með kokkum að störfum kemur í ljós að þeir nota gjarnan mikið af skálum til að undirbúa matinn. Slíkt tryggir betri umgengni um eldhúsið enda er það grundvallar regla að eldhús sé snyrtilegt og vel þrifið ef elda á mat í því.

Því falla skálar sem þessar vel að þörfum mataráhugafólks og þeirra sem elda mikið og það er jafnframt kostur að þær staflast auðveldlega og taka því lítið pláss.

mbl.is