Svona á að hugsa um Monsteru

Monstera er ákaflega vinsælt blóm og mokselt hérlendis.
Monstera er ákaflega vinsælt blóm og mokselt hérlendis. mbl.is/Getty images

Ólöf Á. Erl­ings­dótt­ir, garðyrkju­fræðing­ur og blóma­skreyt­ir hjá Garðheimum, þreytist ekki á að svara spurningum lesenda sem vilja koma í veg fyrir síendurtekin plöntumorð. Hér svarar hún spurningum af alúð eins og henni einni er lagið. Við byrjuðum á að spyrja hana út í tískublómið Mosteru.

„Monstera eða Rifblaðka vill síður sterka sól, hentar í vel í hornin inni í íbúð. Rifblaðkan er með stór og þykk blöð og þarf þess vegna sjaldnar vökvun.  Vill þorna vel á milli.

Passa samt að gleyma henni ekki alveg, blöðin missa glansinn ef hún fær ekki næga vökvun. Gott er að úða hana vikulega á veturna og þurrka ryk af blöðunum með mjúkum klút. Umpotta einu sinni á ári.“

Ólöf garðirkjufræðingur hefur ráð undir rifi hverju.
Ólöf garðirkjufræðingur hefur ráð undir rifi hverju. mbl.is/Kristinn Magnússon
Monstera er ákaflega fallegt blóm og nokkuð auðvelt í sambúð.
Monstera er ákaflega fallegt blóm og nokkuð auðvelt í sambúð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvernig á að hugsa um drekatré?
„Það vill góða birtu en græn afbrigði þola minni birtu en þau marglitu.  Drekatré vilja meðalvökvun, þola illa mikinn þurrk og mikla bleytu.“

Drekatré.
Drekatré. mbl.is/Kristinn Magnússon

En orkideu?
„Hún vill mikla birtu en ekki beina sól. Best er að vökva hana einu sinni í viku, annaðhvort að láta renna í gegnum pott eða gefa ca. einn desilíter. Það er gott að gefa smá áburð þegar hún er í blóma, og þá er notaður sérstakur orkideuáburður. Orkidea er með svokallaðar loftrætur og vill því ekki liggja í vatni. 

Ef umpotta þarf plöntu er hægt að nota vikur með kurlinu sem er fyrir. Þegar hún er búin að blómstra er best að leyfa blómstöngli að vera, hún gæti blómstrað aftur. Það er ekki auðvelt að fá hana til að blómstra aftur og því er allt í lagi að farga henni og fá sér nýja.“

Orkideur eru virkilega fallegar og mikið stofustáss.
Orkideur eru virkilega fallegar og mikið stofustáss. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvað þarf að hafa í huga við hengiplöntur?  
„Það á bara það sama við um hengiplöntur og aðrar plöntur, vökvunin er lykilatriði, þær vilja gleymast ef þær hanga hátt.  Ef þær eru í glugga er gott að fylgjast með að þær brenni ekki við glerið eða nú þegar kalt er orðið geta komið kuldaskemmdir.“

En þykkblöðunga?  
„Þeir þurfa góða birtu og þola að þorna vel.“   

Ef blómin eru að fara illa - borgar sig þá að reyna að breyta um staðsetningu?    
„Það er einmitt lausnin að færa plöntu ef hún sýnir merki um vanlíðan.   Ef þú ert týpan sem er dugleg að vökva færðu þá plöntuna í meiri birtu þá drekkur hún hraðar og sömuleiðis ef þú gleymir að vökva þá er best að hafa þær í meiri skugga og á kaldari stað.“

Hengiplöntur njóta mikilla vinsælda.
Hengiplöntur njóta mikilla vinsælda. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert