Bernaisesósa Elvu Óskar

Heimilistónar er samansett af þeim stöllum Vigdísi Gunnarsdóttur leikkonu, Elvu …
Heimilistónar er samansett af þeim stöllum Vigdísi Gunnarsdóttur leikkonu, Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur leikkonu og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur leikkonu. mbl.is/

Bernaissósu-lagið með hljómsveitinni Heimilistónum kom nýlega út og hefur vakið mikla lukku enda er líklega um að ræða vinsælustu sósu í heimi og í raun ótrúlegt að óður til hennar hafi ekki fyrr hljóma í íslenskum ljósvökum. Lagið er eftir er Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu en hún á einnig heiðurinn af uppskriftinni. 

Bernaise sósa Heimilistóna

5 eggjarauður
3 msk. vatn
2 msk. hvítvínsedik
4 msk. estragon
Pipar, kjötkraftur, hlynsýróp
500 gr. Smjör

Smjör er brætt.
Vatn, krafur, og estragon soðið saman. Sett yfir vatnsbað og ein og ein eggjarauða pískuð útí þar til þær þykkna.
Smjöri bætt útí í mjórri bunu.
Passa að sama hitastig sé á rauðum og smjöri. 

mbl.is