Besti hamborgarhryggurinn að mati álitsgjafa Matarvefjarins

Mikill metnaður var lagður í smakkið.
Mikill metnaður var lagður í smakkið. Mbl.is/TM

Val á hamborgarhrygg er oft mikill höfuðverkur enda úr vöndu að ráða. Við fengum álitsgjafana okkar til að smakka nokkrar tegundir en enn áttu nokkrar eftir að berast í hús og fá umsögn sem við munum bæta við á næstu dögum. Við birtum samt þessar niðurstöður nú og ljóst að gæðin eru mikil í ár.

SS-hamborgarhryggur: Álitsgjafarnir voru sammála um að hér væri á ferðinni einstaklega bragðmikill og safaríkur hryggur. Þessi ætti að passa öllum og gott væri að láta karamelliseringuna brúnast vel á honum.

Bónus-hamborgarhryggur: Bæði þurr og sætur. Alls ekki of saltur og sjálfsagt heppilegur fyrir börn og þá sem almennt eru lítt hrifnir af hamborgarhrygg.

Hagkaups-hamborgarhryggur: Þessi hryggur þótti sæmilega safaríkur og bragðmildur. Nokkuð öruggt val en ekki afgerandi á neinn hátt.

Nóatúns-hamborgarhryggur: Þessi þótti skara fram úr er kom að jafnvægi. Í stað þess að glasseringin vægi upp vankanta bætti hún nýrri vídd við bragðið. Fékk almennt góða einkunn.

KEA-hamborgarhryggur: Sá langsafaríkasti með áberandi seltu og mjög bragðgóður. Passar vel með bragðmiklu meðlæti og var mjög meyr og mátulegur.

Hamborgarahryggur frá Kjarnafæði: Dáldið þurr en í góðu jafnvægi og mjög öruggur í alla staði. Skín sérlega skært með góðri glasseringu og bragðmiklu meðlæti. Gott kjöt í alla staði.

Álitsgjafar Matarvefjarins voru þau Ásdís Ásgeirsdóttir, Árni Matthíasson, Svala Þormóðsdóttir og Hjalti Stefán Kristjánsson.

Og um allan undirbúning sá meistarakokkur Árvakurs, Kristófer H. Helgason.

Ásdís og Árni að störfum.
Ásdís og Árni að störfum. Mbl.is /TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert