Fjölnotapoki fyrir souse vide-unnendur

Pokana má endurnota og setja í uppþvottavél. Takið eftir smart …
Pokana má endurnota og setja í uppþvottavél. Takið eftir smart glerpottinum. mbl.is/Anova

Mikið hefur verið rætt um plastsóun í tengslum við sous vide-æðið sem geisar hérlendis sem og erlendis. Það er þó ekki á allra vitorði að hægt er að versla sér prýðis margnotapoka sem hægt er að setja í örbylgjuofn eða nota í souse vide-eldun og þvo svo einfaldlega og endurnota. Pokana má einnig frysta.

Anova sous vide-framleiðandinn mælir með pokum en þeir hafa hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun. Pokana má nota allt að 3.000 sinnum en þeir eru 100% eiturefnalausir. Pokarnir koma í 3 stærðum og mörgum litum.

Umræddir undrapokar eru úr sílíkoni og eru framleiddir af Stasher. Pokarnir fást víða á netinu til dæmis á Amazon en við höfum ekki fundið þá hérlendis. Ef svo er má endilega senda Matarvefnum ábendingu á matur@mbl.is. 

Sniðugt! Herlegheitin má jafnvel frysta.
Sniðugt! Herlegheitin má jafnvel frysta. mbl.is/Anova
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert