Límmiða burt með matarsóda

Það má vel setja smá sítrónubörk saman við blönduna og …
Það má vel setja smá sítrónubörk saman við blönduna og geyma inni í skáp. Hún hentar einnig vel til þess að þrífa steypujárn. Ljósmynd/TheKitchn

Nú þegar margir hafa fengið eitthvað nýtt og fallegt í jólagjöf eru ófáir límmiðar sem þarf að ná burt svo ekki sé minnst á allar tómu krukkurnar undan góðgæti sem gott er að geyma undir heimabruggað sýrt grænmeti og sultugerð. 

Flestir þekkja það leiðindabras að ná límmiðum burt. Við höfum áður greint frá því að sítrónudropar séu snilld í þeim efnum en hér er komið annað ráð sem einnig virkar mjög vel og inniheldur efni sem flestir eiga heimavið. 

Blandið saman olíu og matarsóda í jöfnum hlutföllum. Blandan verður nokkuð þykk en henni er nuddað á staðinn sem límið er á. Best er að láta blönduna liggja aðeins áður en byrjað er að nudda. Svo er bletturinn þrifinn með volgu vatni. Tímamótasnilld. 

Frétt um sítrónudropa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert