Veganostur veldur usla á Dominos

Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri hjá Dominos segir að veganosturinn hafi ...
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri hjá Dominos segir að veganosturinn hafi tryllt pizzaunnendur í gær. mbl.is/Styrmir Kári

„Við hjá Dominos svöruðum kalli viðskiptavina okkar um að taka þátt í Veganúar og erum núna í fyrsta skipti að bjóða upp á veganost. Viðskiptavinum býðst því núna að skipta út hefðbundnum osti fyrir veganost sér að kostnaðarlausu,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, en osturinn var fyrst í boði í gær og verður í boði út janúar.

„Viðtökurnar hafa farið langt fram úr væntingum okkar.“ Anna segir mikla vinnu og smakk hafa farið í

 að finna hinn eina rétta ost. „Einn af botnunum okkar er vegan og við þurftum ekki að gera neinar breytingar á honum. Mér finnst gaman að tilkynna að við fundum loksins rétta veganostinn og þótt ég sé ekki vegan þá valdi ég mér veganostinn á pítsuna mína í gær og leyfði nokkrum að smakka með mér sem gáfu honum öll fyrirtaks einkunn,“ segir Anna og viðurkennir að osturinn hafi komið sér virkilega á óvart og sé mjög bragðgóður.

Veganpizzan frá Domino's er mjög vinsæl og þá sérstaklega í ...
Veganpizzan frá Domino's er mjög vinsæl og þá sérstaklega í janúar þegar svokallaður veganúargengur yfir landið.
Osturinn sem umræðir.
Osturinn sem umræðir.
mbl.is