Hversu lengi má geyma kjöt í frysti?

Kjöt geymist misvel í frysti.
Kjöt geymist misvel í frysti. Thinkstock.com

Við erum nokkuð vissar um að margur kjötbitinn hefur fengið að fjúka alltof snemma þar sem eigendurnir töldu víst að hann gæti ekki geymst svo lengi í kæli.

Reyndin er önnur, samanber nýsjálensku nautalundina sem móðir mín hugðist henda þar sem hún hafði verið í frysti í rúmt ár eða jafnvel lengur. Henni var snarlega bjargað og elduð, og fullyrða menn að þetta hafi mögulega verið besta máltíð þess herrans árs 2015.

Það er bandaríska landbúnaðarráðuneytið (USDA) sem gefur út þessar leiðbeiningar en ætlast er til að kjötið sé fryst í lofttæmdum umbúðum. Plastpokar eru best til þess fallnir og mikilvægt að merkja þá vel.

Hámarkstími í frysti:

  • Eldað fuglakjöt - 4 mánuðir
  • Hrátt fuglakjöt í bútum - 9 mánuðir
  • Hrátt fuglakjöt, heilt - 12 mánuðir
  • Eldað kjöt - 2-3 mánuðir
  • Óeldaðar steikur eða bitar - 4-12 mánuðir
  • Óeldað hakk - 3-4 mánuðir
mbl.is