Gunnar Már og Jón Arnar í samkeppni

Jón Arnar, Gunnar Már og Jenný Sif Ólafsdóttir verkefnastjóri Einn, ...
Jón Arnar, Gunnar Már og Jenný Sif Ólafsdóttir verkefnastjóri Einn, tveir & elda. mbl.is/Aðsend

Nýtt fyrirtæki á máltíðamarkaðnum, Einn, tveir & Elda var kynnt í dag. Í forsvari fyrir Einn, tveir & elda er athafnamaðurinn og einn eiganda Lemon Jón Arnar Guðbrandsson og Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfi oft kenndur við bækur sínar um lágkolvetnalífstíl en fyrirtækið er í eigu Dagný og Co. 

„Aukið úrval rétta og gestapakkar með uppskriftum frá vinsælustu kokkum landins eru meðal þeirra nýjunga sem Einn, tveir & elda býður upp á. Einn,tveir & elda hóf starfsemi sína í dag og hleypti þar með nýju blóði í samkeppnina á þessum vaxandi markaði,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Auk uppskrifta frá kokkum Einn tveir & elda mun hópur þekktra aðila útbúa sérstaka gestapakka í hverri viku en þar má meðal annars nefna Ragnar Frey (læknirinn í eldhúsinu) og Jóa Fel. Þar að auki verður í boði sérstakur heilsupakki sem Gunnar Már mun sjá um.  

„Máltíðamarkaðurinn er í hröðum vexti um allan heim og ef þú horfir til þróunar í nágrannalöndunum má gera ráð fyrir því, að hér á landi muni markaðurinn fjórfaldast að umfangi á næstu tveimur árum.“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Einn, tveir og elda. 

„Við leggjum áherslu á að þjónustan sé einföld og þægileg í notkun, hún spari neytendum tíma og fyrirhöfn og dragi úr matarsóun. Það þarf ekki lengur að kenna íslendingum að panta netinu, það eru nánast allir farnir að gera það reglulega. Við Íslendingar vinnum auðvitað einna mest allra í Evrópu og hraðinn er orðinn svo mikill í samfélaginu okkar að sífellt fleiri leita leiða til þess að spara sér tíma einmitt eftir vinnu og skóla þegar þú vilt frekar eyða tíma með fjölskyldunni heima en úti í búð. Svo er það auðvitað svo að þegar innkaupin eru í fullkomlega réttum skömmtum þá spornum við gegn matarsóun sem ekki er vanþörf á,“ segir í fréttatilkynningunni.

Fyrirtækið hyggst dreifa matarpökkunum með aðstoð íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrirtækið hyggst dreifa matarpökkunum með aðstoð íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/aðsend
mbl.is