Brjálæðislega girnilegar bóndadagsgjafir

Emil Hallfreðsson landsliðsmaður í fótbolta og Francesco Allegrini vínbóndi.
Emil Hallfreðsson landsliðsmaður í fótbolta og Francesco Allegrini vínbóndi. mbl.is/

Bóndadagurinn er á morgun og því ekki of seint að slá í gegn hjá sínum heitt elskaða. Hér koma nokkrar góðar hugmyndir sem þykja einstaklega sniðugar handa bændum sem elska mat, drykki og matargerð.

Masterclass í uppáhaldsvínum Emils Hallfreðs  

Gjafabréf á masterclass í vínsmökkun er sniðug gjöf. Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem leikið hefur á Ítalíu sl. 10 ár flytur þessi vinsælu gæðavín inn í samvinnu við Hrefnu Sætran, Fisk og Grillmarkaðinn. Francesco Allegrini sem mun sjá um Masterkennsluna er sonur Franco Allegrini, eiganda og aðalvínbónda fyrirtækisins, en hann kemur til með að taka við framleiðslunni af föður sínum eins og hefð hefur verið fyrir frá 17. öld. Hann mun gefa gestum að smakka fágæt vín og leiða gesti um framleiðslusögu Allegrini og vín þeirra sem farið hafa sigurför um heiminn. Masterclasskvöldið er 15. febrúar kl. 17.30 og kostar 3.000 krónur. Skráning fer fram í gegnum veffangið dominique@simnet.is, takmarkað sætaframboð. Smökkunin fer fram á Hótel Reykjavík Centrum. 

mbl.is/vínmarkaðurinn

Viskípörun á ROK

Á veitingahúsinu Rok, Frakkastíg er hægt að kaupa gjafabréf á Viskípörun. Viskítegundirnar Glenlivet, Strathisla og Ardbeg eru pöruð við gratineraðan búra, reyktan cheddar og hangikjöt.  Pörun á þremur tegundum af viskíi kostar 5.000 krónur en á tveimur kostar 3.200 krónur.

Vískípörun á Rok er skemmtileg gjöf handa viskíunnendum.
Vískípörun á Rok er skemmtileg gjöf handa viskíunnendum. mbl.is/Rok

Fyrir sósuunnandan

Góðu skaftpottur getur verið upphafi á góðu kvöldi. Sósuunnendur eru víða hérlendis en Íslendingar eru annálaðir sósufíklar. Pottur með bernaisessanse og miða sem segir; „þú sérð um sósuna og ég um rest“ er ávísun á gott kvöld.
Eva Solo, Húsgagnahöllin, frá 12.750 krónur.

Evu Solo pottarnir eru sérstaklega fallegur og fisléttir.
Evu Solo pottarnir eru sérstaklega fallegur og fisléttir. mbl.is/EvaSolo

Er bóndinn glysgjarn?

Þessi fallega reyklitu kristalsglös eru virkilega smart og rúma rúmlega 400 ml af uppáhaldsdrykknum hans. Comoreykjavik.is verð: 5.900 kr. kassinn.

Smart kokteilglös úr reyklituðum kristal.
Smart kokteilglös úr reyklituðum kristal. mbl.is/comoreykjavik.is


Steikarbóndinn

Elskar bóndinn steik? Þá er tilvalið að hann læri að fullkomna hana. Gjafabréf á matreiðslunámskeiðið hin fullkomna steik í Salteldhúsi er virkilega góð gjöf. Meistarakokkurinn Matthías Þórarinsson tekur fyrir naut, lamb og önd og kennir helstu matreiðsluaðferðir og undirbúning og sýnir m.a. hvernig kjöt er eldað með sous-vide. Sósur munu einnig fá pláss, því engin er steik án sósu, þó svo að aðaláherslan sé á sjálfar steikurnar. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum ásamt glasi af góðu víni.
Salteldhús.is, verð: 18.900 krónur.

Hin fullkomna steik er líklega ein af betri gjöfum sem …
Hin fullkomna steik er líklega ein af betri gjöfum sem hugsast getur. mbl.is/salteldhús


Bjór og sól?

Við skoðuðum veðurspána og það eru hundrað prósent líkur á bjór. Vertu tilbúin með svalasta upptakarann sem finnst á landinu! Þessi sólgleraugu fullkomna stuðið með upptökurum á báðum örmum þannig að þú getur farið áhyggjulaus hvert sem er. Comoreykjavik.is, verð 1.500 krónur.

Engin sól? Þá eru gleraugun bara notuð í að opna …
Engin sól? Þá eru gleraugun bara notuð í að opna bjór! mbl.is/comoreykjavik.is
mbl.is/comoreykjavik.is

Uppskriftin sem yljar hjartanu 

Það er ákaflega falleg gjöf að útbúa rétt eða baka eitthvað sem bóndinn fékk ef til vill í æsku eða hefur alla tíð haldið upp á en ekki fengið á fullorðinsárum. Hér þarf að leggjast í smá rannsóknarvinnu og hafa samband við foreldra eða systkini og útvega uppskrift sem hittir beint í hjartastað. T.d. sunnudagssósan hennar mömmu, eplabakan hans afa eða hvað það nú er. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert