Flestir virðast ætla að endurnýja

Eldsneytisverð er lægra í Costco.
Eldsneytisverð er lægra í Costco. Árni Sæberg

Nú fer senn að líða að ársafmæli Costco hér á landi en eins og flestir muna eftir opnaði verslunin í maí í fyrra.

Til að geta verslað í Costco þarf að gerast félagi og er árgjaldið 4.800 krónur. Í könnun sem gerð var í Facebook-hópnum Íslenski Costco hópurinn – Allt sem viðkemur Costoc á Íslandi virtust menn á einu máli um ágæti þess að eiga aðildarkort og hugðust sannarlega endurnýja kortin þegar til þess kæmi.

Það má því segja að þetta fyrsta ár Costco hafi gengið nokkkuð vel fyrir sig hjá fyrirtækinu. Almennt eru viðskiptavinir ánægðir og er opnun verslunarinnar sögð hafa breytt íslenskri verslun mikið.

Gaman er að rýna í smáa letrið hjá Costco en ekki hefur farið mörgum sögum af tilraunum viðskiptavina hérlendis til að skila vörum líkt og í þessari frétt.

Hins vegar eru ákvæðin mjög skýr en þar segir:

  1. Við ábyrgjumst að þið verðið sátt við allar vörur sem við seljum með fullum endurgreiðslurétti. Það gilda undan­tekningar. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á aðildarborði í vöruhúsi.
  2. Við munum endurgreiða árlegt aðildargjald ykkar, ef þið eruð ekki fullkomlega sátt.

Jafnframt er kveðið á um að félagar þurfi að klæðast skyrtum og skóm, skotvopn og gæludýr eru bönnuð auk þess sem bannað er að reykja eða nota rafrettur í versluninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert