Hvernig á að velja granatepli?

Granatepli eru mjög bragðmikil og góð. Þau henta vel í …
Granatepli eru mjög bragðmikil og góð. Þau henta vel í salöt, með marokkóskum mat, eftirréttum eða út á morgungrauta og jógúrt. mbl.is/

Granatepli eru ekki bara einstaklega gómsæt heldur eru þau líka ákaflega holl. Þau innihalda andoxunarefni, C-vítamín, steinefni og trefjar. En það er ekki svo auðvelt að velja gott granatepli og oft eru fræin of litlaus og bragðlaus. Gott er að hafa eftirfarandi ábendingar í huga þegar granatepli er valið:

Stærð og form
Fullþroskað granatepli er á stærð við góða appelsínu eða greipávöxt. Þegar fræbelgirnir sem eplið er samsett úr taka að fyllast af sætum ávaxtavökva tekur eplið á sig nokkuð kassalaga form. Ef eplið er of hringlaga er það óþroskað.

Litur
Eplið á að vera dökkrautt en þó laust við dökka bletti. Ef eplið er of ljóst á lit, t.d. laxableikt, er það óþroskað.

Kórónan
Ef endinn á eplinu sem lítur út eins og kóróna er farinn að teygja sig örlítið inn á við er það fullþroskað.

Þyngd
Þyngri epli eru meira þroskuð. Taktu upp tvö svipað stór epli og veldu það sem er þyngra því það inniheldur meiri safa.

Klór
Reyndu að klóra í yfirborðið á eplinu. Ef það er erfitt – þ.e.a.s. yfirborðið klórast ekki auðveldlega af þá er eplið í góðu standi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert