20:20 reglan sem allt víndrykkjufólk þarf að kunna

Svo virðist sem flest okkar drekki vín á kolvitlausan hátt ef svo má að orði komast. Flest drekkum við rauðvínið við stofuhita og hvítvínið beint úr kæli en samkvæmt Joe Fattorini, sem sér um sjónvarpsþátt um vín á bresku sjónvarpsstöðinni ITV, er það alls ekki málið. 

Fattorini heldur því fram að við séum að drekka hvítvínið of kalt og rauðvínið of heitt. Það eina sem geti reddað málinu er að fylgja hinni heilögu 20:20 reglu en hún kveður á um að taka skuli hvítvínsflösku úr kæli 20 mínútum áður en hún er drukkin og að setja skuli rauðvín í kæli 20 mínútum áður en það er drukkið.

Þetta er alls ekki út í bláinn þar sem almennt er talað um að rauðvín skuli vera um 12 gráður þegar það er drukkið og hvítvín um 8 gráður til að bragðgæðin verði sem best.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert