Kókosbollubollu-brjálæði Alberts

Kókosbollubrjálæðið í allri sinni dýrð.
Kókosbollubrjálæðið í allri sinni dýrð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við fengum meistara Albert Eiríksson til að henda í bollur fyrir okkur og eins og við var að búast var útkoman framar björtustu vonum. Kókosbollubollurnar verða ábyggilega með vinsælli bollum þetta árið enda með því flippaðasta sem sést hefur.

<strong>Vatnsdeigsbollur </strong>
  • 80 g smjörlíki
  • 2 dl vatn
  • 100 g hveiti
  • ⅓ tsk. salt
  • 2 egg

Setjið smjör og vatn í pott og hitið þangað til smjörið er bráðnað. Takið af eldavélinni og bætið við hveiti og salti. Setjið fyrst annað eggið og hrærið saman og loks hitt. Mótið bollur með tveimur matskeiðum á ofnplötu með bökunarpappír. Bakið við 180°C í um 20 mínútur eða þar til bollurnar eru orðnar gylltar á litinn. Það má alls ekki opna ofninn á meðan á bakstri stendur. 

<b>Royal-rjómabollur</b>
  • 1/2 l rjómi
  • 3 msk. Royal-karamellubúðingur
  • hrátt marsipan í þunnum sneiðum
  • bláberjasulta. 

Skerið vatnsdeigsbollurnar í tvennt. Stífþeytið rjómann, bætið við karamellubúðingi. Skerið marsípanið í þunnar sneiðar og raðið 2-3 ofan á neðri hlutann. Setjið ca. 2 tsk á hverja bollu, sprautið karamellurjómanum yfir. 

Dýfið bollu-„lokinu“ í súkkulaði og lokið bollunni.

<b>Kókosbollu- og mangóbollur</b>
  • 1/2 l rjómi
  • 3 kókosbollur
  • 1 b brómber, söxuð
  • Mangó í sneiðum

Skerið bollurnar í tvennt. Stífþeytið rjómann og bætið kókosobllunum saman við með sleikju (þær eiga að vara svolítið grófar) og brómberjunum. 

Takið utan af mangói, skerið í þunnar sneiðar og raðið á neðri hlutann. Setjið kókosbollurjómann þar yfir. 

Dýfið bollu-„lokinu“ í súkkulaði og lokið bollunni. 

Hver getur sagt nei við svona dásemd?
Hver getur sagt nei við svona dásemd? mbl.is/Kristinn Magnússon
Albert Eiríksson.
Albert Eiríksson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert