Liturinn sem er að trylla Pintrest

Fölbleikur hefur verið vinsæll í litavali og húsbúnaði um nokkurt skeið en ekki verið áberandi í eldhúsum. Nú er hins vegar tími bleiku eldhúsanna runninn upp og þau virðast vera að sprengja samfélagsmiðla. Hvert bleika eldhúsið á fætur öðru er lofað í hástert á hönnunarbloggum og myndasíðan Pinterest fyllist af guðdómlegum bleiktóna myndum. 

Litaframleiðandinn Pantone hefur framleitt hinn fullkomna lit samkvæmt sérfræðingum en það er Pantone 182 UP. Sá litur er þó ekki litur ársins samkvæmt fyrirtækinu en ár hvert gefur Pantone út lit ársins og árið 2018 er það nokkuð æpandi fjólublár sem ætti aldrei að sjást í neinu eldhúsi. 

Annað sem vekur athygli er að fólk virðist blanda gylltum og silfruðum heimilistækjum sem kemur merkilega vel út. Eitt sinn þótti það glæpsamlegt stílbrot og merki um karaktersubbu að blanda þessu tvennu saman en nú er öldin önnur og hönnun einkennist af meiri tilraunamennsku og blöndu af hinu og þessu. Gamalt og nýtt, heitt og kalt, gyllt og silfur.

Lengi lifir fjölbreytileikinn – og bleikt!

Hér er búið að mála rauðan múrsteinsvegg í fölbleiku sem …
Hér er búið að mála rauðan múrsteinsvegg í fölbleiku sem gefur eldhúsinu hlýlegt yfirbragð. Liturinn passar merkilega vel við svartgræna innréttinguna. mbl.is/skjáskot pinterest
Bleiki liturinn passar einstaklega vel með gylltu. Takið eftir slánni …
Bleiki liturinn passar einstaklega vel með gylltu. Takið eftir slánni sem pottarnir hanga á. Það vekur einnig athygli að kraninn sé silfraður en þetta virðist þó allt flæða vel og mynda fallega heild. mbl.is/skjáskot pinterest
Áferðin á málningunni gefur henni meira vægi. Takið eftir að …
Áferðin á málningunni gefur henni meira vægi. Takið eftir að hér er gylltur krani en silfraður ofn. mbl.is/skjáskot pinterest
Hér fær bleiki liturinn að flæða yfir í borðstofuna. Myndaveggurinn …
Hér fær bleiki liturinn að flæða yfir í borðstofuna. Myndaveggurinn setur svo punktinn yfir i-ið. mbl.is/skjáskot pinterest
Dásamlega bjart og fagurt.
Dásamlega bjart og fagurt. mbl.is/skjáskot pinterest
Bleikt, gyllt og marmari mynda dísætt lúkk. Hilluberar eru einnig …
Bleikt, gyllt og marmari mynda dísætt lúkk. Hilluberar eru einnig vinsælli í eldhúsum í dag en á síðasta ári var algengara að sjá hillur án þeirra sem smelltust beint upp á veginn líkt og IKEA-Lack-hillurnar. mbl.is/skjáskot pinterest
Þessi óhefðbundna litasamsetning svínvirkar en eiturgrænar frumskógarflísarnar gera eldhúsið skemmtilega …
Þessi óhefðbundna litasamsetning svínvirkar en eiturgrænar frumskógarflísarnar gera eldhúsið skemmtilega persónulegt. mbl.is/skjáskot pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert