Er Garðabærinn að verða heitasta pleisið?

Hlynur Bæringsson ásamt Ricardo Melo, yfirkokk staðarins.
Hlynur Bæringsson ásamt Ricardo Melo, yfirkokk staðarins. Árni Sæberg

Stefán Magnússon, eigandi Mathúss Garðabæjar, hefur ásamt körfuboltagoðsögninni Hlyni Bæringssyni opnað veitingastaðinn Nü Asian Fusion í Garðabæ.

Staðurinn hefur hlotið frábærar viðtökur, þá ekki síst meðal heimamanna sem fagna fjölbreytninni en úrval veitngastaða hefur ekki verið mikið í bæjarfélaginu þrátt fyrir að það hýsi vinsælasta veitingahús landsins.

Staðurinn er asískur og mikið var lagt í hönnun hans eins og sést á meðfylgjandi myndum. Stílhreint og fallegt en fyrir áhugasama segir sagan að Hlynur muni standa vaktina sjálfur þegar hann getur þannig að ungir körfuboltaaðdáendur eiga væntanlega eftir að venja komur sínar á Nü.

Staðurinn þykir virkilega vel heppnaður.
Staðurinn þykir virkilega vel heppnaður. Árni Sæberg
Maturinn þykir afar góður.
Maturinn þykir afar góður. Árni Sæberg
Hér er allt með svalara móti og austurlensk áhrif í …
Hér er allt með svalara móti og austurlensk áhrif í algleymi. Árni Sæberg
Steyptur veggurinn kemur vel út.
Steyptur veggurinn kemur vel út. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert