Morgunverðarsprengja Mörthu Stewart

Morgunverðarsprengja fyrir meistara.
Morgunverðarsprengja fyrir meistara. mbl.is/Martha Stewart

Ef einhver kann að búa til góðan mat er það Martha Stewart og þessi morgunverðarsprengja kemur úr hennar smiðju. Hún lítur syndsamlega vel út og bragðast dásamlega eins og Mörthu einni er lagið.

Morgunverðarsprengja Mörtu Stewart
fyrir 4

  • 240 ml kókosmjólk
  • 1 msk. hlynsíróp
  • 1/4 tsk. vanilla
  • 3 msk. chia-fræ
  • 3/4 bolli frosið mangó
  • 1/2 bolli spínat
  • 1 bolli saxaðir ávextir eins og jarðarber, bláber og ananas
  • 240 ml grísk jógúrt

Aðferð:

  1. Blandið saman kókosmjólk, vatni, hlynsírópi og vanillu í krukku eða skál. Hrærið chia-fræjunum saman við. Setjið lok á og kælið uns blandan hefur þykknað eða í 2 tíma og allt upp í 5 daga.
  2. Setjið mangó og spínat í blandara ásamt 120 ml af vatni. Blandið vel.
  3. Setjið 60 ml af chia-búðingnum, því næst 60 ml af söxuðum ávöxtum, síðan 60 ml af grískri jógúrt og því næst 60 ml af grænu spínat og mangóblöndunni í krukku eða ferðamál. Berið fram eða geymið í kæli yfir nótt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert