122% hækkun á einum mánuði

Eitthvað hefur stemningin breyst í Costco-hópnum Keypti í Costco Ísl - myndir og verð frá því sem áður var. Í stað þess að verið sé að dásama verðlagið og vöruúrvalið er hópverjum tíðrætt um verðhækkanir í versluninni sem þykja ansi ríflegar.

Liðsmenn hópsins eru duglegir að skiptast á verðupplýsingum og meðal annars má finna dæmi þess að mozzarella ostur (2,3 kg) hafi hækkað um 122% á milli mánaða. Í febrúar kostaði hann skv. kassakvittun 1.999 krónur en kostaði nú í byrjun mars 4.439 krónur. 

Kjúklingavængir hafa nánst tvöfaldast í verði, sem og svínakjöt og appelsínusafi. Dæmin eru mýmörg og leita menn skýringa á því hvað veldur. Einhverjir hafa nefnt influtningskvóta sem mögulegar skýringar á meðan aðrir ætla ekki að endurnýja aðildarkort sín. 

Forvitnilegt verður að sjá hver þróunin verður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert