Fallegustu páskaeggin á Íslandi

Ritstjórn Matarvefsins féll í yfirlið yfir þessu eggi.
Ritstjórn Matarvefsins féll í yfirlið yfir þessu eggi. mbl.is/Mosfellsbakarí

Páskaegg eru ekki bara páskaegg og því finnst okkur á Matarvefnum mikilvægt að skoða sérstaklega þau sem skara fram úr í fegurð og frumleika. Gæðin eru nefnilega mikilvægari en magnið og því má vel réttlæta það að fá lítið en fagurt og gott egg!

Nr 1. Handgerð egg Hafliða í Mosfellsbakarí. Hafliði Ragnarsson er ókrýndur súkkulaðikonungur Íslands og það ekki af ástæðulausu. Hann handgerir öll sín egg og engin tvö eru eins skreytt. Gullfalleg listaverk sem nánast er synd að borða. 

Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari sér til eþss að engin tvö egg …
Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari sér til eþss að engin tvö egg séu skreytt eins. Haraldur Jónasson/Hari

Nr. 2 Omnom eggin eru sannkallað listaverk! Rán Flygenring listakona teiknaði fyrirmyndina sem Omnom steypti svo eftir. Hér er um að ræða ný nálgun í súkkulaðieggjagerð, með handmáluðum súkkulaðistykkjum. Allar umbúðirnar eru handmálaðar af Rán með litaðri eggjarauðu og eru engar umbúðir eins, ekki frekar en súkkulaðistykkin. Fást á skrifstofu bókaútgáfunnar Angústúra og kosta 5000 krónur.

Teikningar Ránar og eggin sem voru steypt í stíl.
Teikningar Ránar og eggin sem voru steypt í stíl. mbl.is/
Omnom súkkulaðistykkja eggin
Omnom súkkulaðistykkja eggin mbl.is/Aðsend mynd

Nr 3 Lakrids eggið 
Eggið frá danska lakkrísgoðinu Johan Bulow er plastegg með dásamlegum lakkrís, súkkulaði og saltkaramellu kúlum. Fallegt og stílhreint og eggið má geyma og fylla að ári. Fæst í Epal og kostar 2450 krónur.

Lekkert og stílhreint. Eggið má svo vel endurfylla t.d. með …
Lekkert og stílhreint. Eggið má svo vel endurfylla t.d. með gula páskalakkrísnum frá Lakrids. mbl.is/Epal

Nr 4 Fríðu eggin. Súkkulaðikaffihúsið Fríða á Siglufirði handgerir hin ýmsu páskaegg í mismunandi stærðum og litum. Bæði eru til ljós, dökk, hvít og appelsínugul.  Falleg og persónuleg egg. 

Súkkulaðikaffihúsið á Siglufirði er undur fyrir öll skilningarvit.
Súkkulaðikaffihúsið á Siglufirði er undur fyrir öll skilningarvit. mbl.is/Frida
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert